Friday, February 9, 2007

Café Rósenberg - Föstudags- og laugardagskvöld














Sviðin Jörð leika lög til að skjóta sig við á Café Rósenberg við Lækjargötu um helgina. Föstudags- og laugardagskvöld klukkan 22:00.

Tregafull kántrýtónlist um dauðadrykkju og almennt vonleysi í þessum versta mánuði ársins. Lög til að skjóta sig er sorglegasta kántrýplata Íslandssögunar. Í hana fór hellingur af tárum oní bjórinn, þrír hjónaskilnaðir, tvær meðferðir, eitt gjaldþrot og sitthvað fleira sem enginn man. Þetta er hljómsveitin Sviðin Jörð með 13 ný, frumsamin lög með textum eftir Davíð Þór Jónson um eymdina, sorgina og þjáninguna og það að vera fullur á þriðjudegi. Auk þessara laga verða flutt lög eftir Hank Williams, Bob Dylan, Roy Rogers og fl. Njóttu bömmersins og blússins með Sviðinni Jörð. Óðurinn til eymdarinnar!

Un helgina heimsóttu þessir svörtu prinsar Akureyri og Húsavík og var húsfyllir í bæði skiptin enda fín og góð eftirspurn af melankólíu í byrjun febrúar.

Hljómsveitina skipa þeir Freyr Eyjólfsson, Magnús Einarsson, Hjörtur Howser, Einars Sigurðsson og Ragnar Sigurjónsson.

Föstudagskvöldið 9. febrúar og laugardagskvöldið 10. febrúar, klukkan 22:00 – Café Rósenberg