Sunday, January 28, 2007

Nýtt plakat

Sviðin Jörð hefur látið hanna fyrir sig nýtt plakat. Heldur sveitin með því í hina aldagömlu hefð auglýsingaplakata sem ýmsar hljómsveitir um heim allan hafa virt til þessa með misjöfnum árangri þó. Plakat sveitarinnar þykir hafa heppnast afar vel og er látlaust og smekklegt. Mun það koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinni nú á komandi dögum í tengslum við tónleikaferðina "Arctic Tour 2007"
Síðan komst yfir ljósmynd af plakatinu nýja og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi hljómsveitarinnar.


















Sérstök athygli er vakin á flickr síðu ljósmyndarans Matthíasar Ásgeirssonar

Thursday, January 25, 2007

Sviðin Jörð aftur á Rósenberg













Sviðin Jörð kom ekki lagi að í Evróvisíon keppni Sjónvarpsins að þessu sinni. En Róm brann ekki á einum degi og með auknu þunglyndi þjóðarsálarinnar er alls ekki útilokað að hljómsveitin verði valin sem fulltrúi Íslands í keppninni síðar.

Þangað til gefst fólki kostur á að upplifa bömmerinn í eigin persónu á Cafe Rósenberg helgina 9. 0g 10. febrúar.

Sviðin Jörð mun leika lög af nýútkominni plötu sinni, og valin tregaskotin lög ýmissa annarra höfunda, til að skjóta sig við.

Kaupið plötuna !












Freyr Eyjólfsson - söngur og gítar

Magnús Einarsson - söngur, gítar og mandólín

Hjörtur Howser - harmonika og píanó

Ragnar Sigurjónsson - trommmur

Einar Sigurðsson - kontrabassi


Og margir fleiri frábærir tónlistarmenn flytja lög Magnúsar og Freys við texta Davíðs Þórs Jónssonar.

Tónleikar á Cafe Rósenberg 25.01

Sviðin Jörð og Sinfóníuhljómsveit Íslands* leika lög til að skjóta sig við á Café Rósenberg við Lækjargötu í kvöld. Klukkan 21:00

Tregafull kántrýtónlist um dauðadrykkju og almennt vonleysi í þessari verstu viku ársins. Lög til að skjóta sig er sorglegasta kántrýplata Íslandssögunar. Í hana fór hellingur af tárum oní bjórinn, þrír hjónaskilnaðir, tvær meðferðir, eitt gjaldþrot og sitthvað fleira sem enginn man. Þetta er hljómsveitin Sviðin Jörð sem eru þeir Magnús R. Einarsson og Freyr Eyjólfsson. 13 ný, frumsamin lög með textum eftir Davíð Þór Jónson um eymdina, sorgina og þjáninguna og það að vera fullur á þriðjudegi. Njóttu bömmersins og blússins með Sviðinni Jörð. Óðurinn til eymdarinnar!

Hvað þarf marga kántrýtónlistarmenn til þess að skipta um ljósaperu? Einn til að skipta um peruna og svo Sviðna Jörð til þess að syngja um gömlu peruna.

Hljómsveitina skipa þeir Freyr Eyjólfsson, Magnús Einarsson, Hjörtur Howser, Einars Sigurðsson og Ragnar Sigurjónsson.

Fimmtudagskvöldið 25. janúar klukkan 21:00

* alla vega Sviðin Jörð