Thursday, January 25, 2007

Tónleikar á Cafe Rósenberg 25.01

Sviðin Jörð og Sinfóníuhljómsveit Íslands* leika lög til að skjóta sig við á Café Rósenberg við Lækjargötu í kvöld. Klukkan 21:00

Tregafull kántrýtónlist um dauðadrykkju og almennt vonleysi í þessari verstu viku ársins. Lög til að skjóta sig er sorglegasta kántrýplata Íslandssögunar. Í hana fór hellingur af tárum oní bjórinn, þrír hjónaskilnaðir, tvær meðferðir, eitt gjaldþrot og sitthvað fleira sem enginn man. Þetta er hljómsveitin Sviðin Jörð sem eru þeir Magnús R. Einarsson og Freyr Eyjólfsson. 13 ný, frumsamin lög með textum eftir Davíð Þór Jónson um eymdina, sorgina og þjáninguna og það að vera fullur á þriðjudegi. Njóttu bömmersins og blússins með Sviðinni Jörð. Óðurinn til eymdarinnar!

Hvað þarf marga kántrýtónlistarmenn til þess að skipta um ljósaperu? Einn til að skipta um peruna og svo Sviðna Jörð til þess að syngja um gömlu peruna.

Hljómsveitina skipa þeir Freyr Eyjólfsson, Magnús Einarsson, Hjörtur Howser, Einars Sigurðsson og Ragnar Sigurjónsson.

Fimmtudagskvöldið 25. janúar klukkan 21:00

* alla vega Sviðin Jörð

No comments: